Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bygging þreksalar við íþróttahúsið í Garði í farvatninu
Föstudagur 9. mars 2012 kl. 09:03

Bygging þreksalar við íþróttahúsið í Garði í farvatninu

Það hefur verið draumur margra að byggja þreksal ofan á íþróttahúsið í Garði. Nú liggja fyrir teikningar og kostnaðaráætlun vegna 400 fermetra byggingar.

Lagt er til að endanleg hönnun á stækkun íþróttahússins í Garði verði framkvæmd og að því loknu verði byggingafulltrúa falið að gera verkið tilbúið til útboðs og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

Vegna fjármögnunar verkefnisins ef samþykkt verður koma tvær leiðir til greina, lántaka hjá Lánasjóði íslenskra sveitarfélaga eða framkvæmdin greidd úr Framtíðarsjóði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024