Bygging nýs leikskóla í Suðurnesjabæ verði í forgangi
Samið hefur verið við hönnuði um hönnunarvinnu vegna nýs leikskóla í Suðurnesjabæ. Þetta kemur fram í minnisblaði frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Þar kemur jafnframt fram áætluð tímalína um framkvæmdina þar til nýr leikskóli verður tilbúinn fyrir starfsemi.
Bæjarráð hefur jafnframt samþykkt samninga við lægstbjóðendur eins og kemur fram í minnisblaðinu og leggur áherslu á að verkefnið verði í forgangi og allar leiðir reyndar til að leikskólinn geti opnað sem allra fyrst.