Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 23. febrúar 2003 kl. 10:44

Byggðastofnun útvegi fé til atvinnuuppbyggingar fyrir konur á Suðurnesjum

Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 18. febrúar s.l. var samþykkt neðangreind ályktun til stjórnvalda: „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja fram aukið fé til vegaframkvæmda á næstu 18. mánuðum. Það er þó ljóst að sá fjöldi starfa sem við það skapast er einkum hefðbundin karlastörf. Jafnframt eru lagðar 700 milljónir kr. til Byggðastofnunar til atvinnuuppbyggingar. Það er mikilvægt að þær nýtist vel til uppbyggingar á þeim svæðum þar sem atvinnuleysi er mest. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hvetur því stjórn SSS, Atvinnu- og hafnarráð og aðra þá sem að atvinnuuppbyggingu koma til að stuðla að því að Suðurnesin verði ekki afskipt við úthlutun þessa fjár.“

Greinargerð;
Skv. tölum um atvinnuleysi á landinu 17. febr. 2003 eru 6244 atvinnulausir, 3372 karlar og 2872 konur. Séu hins vegar aðeins teknar tölur yfir atvinnuleysi á landsbyggðinni, þ.e. utan höfuðborgarsvæðisins eru 2295 skráðir atvinnulausir, 1159 karlar og 1136 konur. Af þessum fjölda eru 472 búsettir á Suðurnesjum eða um 21%. Það er því mikilvægt að þeir aðilar sem að atvinnuuppbyggingu geta komið á þessu svæði leggi sig eftir því að tryggja Suðurnesjunum a.m.k. sinn hlut af þessari fjárveitingu sérstaklega með kvennastörf í huga því hlutfallslega er atvinnuleysi kvenna mest hér á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024