SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Byggðastofnun lánar 200 milljónir til Motopark
Fimmtudagur 3. maí 2007 kl. 11:38

Byggðastofnun lánar 200 milljónir til Motopark

Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum 27 apríl síðastliðin að lána allt að 200 milljónum til uppbyggingar á fyrsta áfanga Iceland Motopark svæðisins í Reykjanesbæ.

 

Um er að ræða langtímafjármögnun á þessum fyrsta áfanga verkefnisins og gert er ráð fyrir að svæðið verði fullbyggt í lok ársins samtals um 7 hektarar Í þessum fyrsta áfanga brautarsmíðinnar verður meðal annars byggð Go-kart braut á heimsmælikvarða ásamt þjónustubyggingu sem hýsir m.a. kennslustofur, aðstöðu fyrir ökukennara, veitingasölu ofl.  Hönnun brautarinnar hefur nú þegar hlotið samþykki CIK-FIA, alþjóðasambands akstursíþrótta.

Ökugerði með tilheyrandi brautum til þjálfunar aksturs við mismunandi aðstæður í samræmi við reglugerð sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2008 og kveður á um að allir sem taka ökupróf verði að hafa hlotið viðhlýtandi kennslu í ökugerði. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar framkvæmdarstjóra Iceland motopark er þetta mikilvægur áfangi í langtímafjármögnun þessa hluta svæðisins og kemur til með að hafa mjög jákvæð áhrif á heildarverkefnið, einnig er þetta mikil viðurkenning á verkefninu og hvernig það hefur verið unnið.  Byggðastofnun hefur með þessu skrefi skapað grunn að sköpun umtalsverða starfa í Reykjanesbæ, en gert er ráð fyrir að innan Iceland motopark verði allt að 300 ný störf þegar heildar uppbyggingu svæðisins er lokið.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025