Byggðastofnun: 3 milljónir í Saltfisksetrið
Byggðastofnun hefur ákveðið að styrkja Saltfisksetrið í Grindavík um þrjár milljónir króna. Styrkurinn er til kominn vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar vegna eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar árin 2008-2009.
Fénu verður varið til markaðssetningar Saltfisksetursins. Alls bárust 253 umsóknir fyrir rúman 1,5 milljarð króna. 200 milljónir voru til úthlutunar.