Byggðasafnið á Garðskaga vel sótt
Góð aðsókn hefur verið að Byggðasafni Garðskaga í vor. Frá 1.apríl sl hafa tvö þúsund gestir komið í heimsókn. Þetta hafa verið allskonar stórir hópar fólks og skólakrakkar. Krakkar úr Gerðaskóla hafa komið og unnið verkefni sem snérust um hina ýmsu muni á safninu en þau sýndu þessu verkefni mikinn áhuga.
Fimm myndlistasýningar hafa verið í anddyri safnsins sem hafa verið mjög vel sóttar, búið er að bóka sýningar til 30.september.
Kaffiterían Flösin hefur verið mjög vinsæl,sjávarréttastaður verður opnaður þar fljótlega.
Fimm myndlistasýningar hafa verið í anddyri safnsins sem hafa verið mjög vel sóttar, búið er að bóka sýningar til 30.september.
Kaffiterían Flösin hefur verið mjög vinsæl,sjávarréttastaður verður opnaður þar fljótlega.