Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Byggðasafnið á Garðskaga vel sótt
Miðvikudagur 14. júní 2006 kl. 15:57

Byggðasafnið á Garðskaga vel sótt

Góð aðsókn hefur verið að Byggðasafni Garðskaga í vor. Frá 1.apríl sl hafa tvö þúsund gestir komið í heimsókn. Þetta hafa verið allskonar stórir hópar fólks og skólakrakkar. Krakkar úr Gerðaskóla hafa komið og unnið verkefni sem snérust um hina ýmsu muni á safninu en þau sýndu þessu verkefni mikinn áhuga.

Fimm myndlistasýningar hafa verið í anddyri safnsins sem hafa verið mjög vel sóttar, búið er að bóka sýningar til 30.september.

Kaffiterían Flösin hefur verið mjög vinsæl,sjávarréttastaður verður opnaður þar fljótlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024