Byggðasafn í Byko húsið?
Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar sl. fimmtudag var lögð fram fyrirspurn frá Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar hvort svokallað Ramma/Byko hús sem staðsett er á Fitjum í Njarðvík, gæti komið til greina sem aðstaða fyrir byggðasafn. Afgreiðslu málsins var frestað, en formanni falið að afla frekari upplýsinga.
Húsnæðið var notað undir glugga- og hurðaverksmiðju Byko en starfsemi í húsinu var hætt seint á árinu 2002 þar sem verksmiðjan var flutt til Lettlands. Undanfarið hefur húsnæðið verið notað sem geymsla undir ýmsa muni fyrir Reykjanesbæ.
VF-ljósmynd: Byko húsið að Fitjum í Njarðvík.