Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Byggðasafn Garðskaga 10 ára á morgun - opið hús
Föstudagur 25. nóvember 2005 kl. 14:53

Byggðasafn Garðskaga 10 ára á morgun - opið hús

Á mogun, laugardaginn 26. nóvember eru liðin 10 ár síðan Byggðasafn var opnað á Garðskaga. Af því tilefni verður safnið opið fyrir alla laugardaginn 26.nóv frá kl 13:00 til 17:00.


Safnið er til húsa í nýju glæsilegu húsi sem er viðbygging við eldra húsnæði og var tekið í notkun í júlí sl. Í nýja húsinu er meðal annars glæsilegt vélasafn sem á eru sextíu vélar. Á afmælisdaginn verða vélar gangsettar. Sýndar verða myndir af því þagar vélar voru gangsettar í fyrsta sinn eftir að hafa verið gerðar upp, og af GMC Trukk Guðna Ingimundarsonar við ýmsa vinnu sem hann aðhafðist á bílnum, en Guðni gerði allar vélarnar upp sem eru á safninu. Ýmislegt annað myndefni verður sýnt.

Sveitafélagið Garður bíður öllum upp á kaffi og meðlæti á Flösinni sem er á efri hæð í safnahúsinu. Allir velkomnir

Byggðasafnsnefnd

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024