Byggðakvóti upp á 140 tonn til Suðurnesjabæjar
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur tilkynnt Suðurnesjabæ um úthlutun byggðakvóta. Úthlutað er 70 þorskígildatonnum til byggðarlagsins Garðs og 70 þorskígildatonnum til byggðarlagsins Sandgerðis.
Úthlutunin var til afgreiðslu á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar þar sem samþykkt var samhljóða að óska eftir við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, að ákvæði reglugerðar nr. 995/2021 gildi um úthlutun byggðakvóta byggðarlagsins Garðs með eftirfarandi breytingum:
a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kanna að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr, eftir því sem við á og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.
b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan sveitarfélagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta Garðs og til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.