Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búum okkur undir óveður á morgun
Veðurkort Belgings fyrir sunnudag kl. 16:00 ( http://www.belgingur.is/vedurkort/ )
Laugardagur 9. nóvember 2013 kl. 13:27

Búum okkur undir óveður á morgun

Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni segir að full ástæða sé til að vekja athygli á óveðursspánni á morgun; sunnudag. Mjög djúp lægð sé væntanleg upp að landinu suðvestanverðu og með henni skörp hitaskil.

„Suðvestanlands er spáð SA stormi eða roki og meðalvindi allt að 25 m/s frá því upp úr hádegi og fram á kvöld. Spáð er hvelli um mest allt land sem einkennist m.a. af því að veðrið kemur til með að versna hratt. Mikil úrkoma fylgir skilunum sérstaklega sunnan- og suðaustanlands og í 100-200 metra hæð verður hríð og blint, en hlánar á endanum,“ segir Einar í tilkynningu sem VÍS hefur sent til fjölmiðla.

VÍS beinir því til ferðalanga að hafa varann á sér og leggja snemma dags af stað. Húseigendur og húsbyggjendur eru sérstaklega hvattir til að huga að lausum munum. Setja þá inn eða fergja svo ekkert fjúki, skemmist eða skemmi út frá sér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024