Mánudagur 5. janúar 2004 kl. 08:41
Búsið fór fyrir lítið út um brotna bílrúðu
Tilkynnt var til lögreglu um eignaspjöll á bifreið sem staðsett var við Hafnargötu í Keflavík og þjófnað úr henni sl. föstudagskvöld. Brotin hafði verið rúða í henni og úr henni stolið tveimur áfengisflöskum og tólf bjórum. Ekki er vitað hver valdur er að þessu.