Búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga óskar eftir því að Samband íslenskra sveitarfélaga beiti sé markvisst og tafarlaust fyrir því að unnið sé að úrbótum þjónustu á vegum ríkisins í þágu barna með fjölþættan vanda, á sama tíma og rekstrargrundvöllur minni sveitarfélaga sé tryggður.
Í bókun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga frá 25. september er bæjarstjóra falið að óska eftir fundum með ráðherrum þessa málaflokks og þrýsta á um þjónustuúrræði á vegum ríkisins fyrir börn með fjölþættan vanda.
Ótækt er að fótunum sé kippt undan rekstrargrunni sveitarfélaga vegna úrræðaleysis í málaflokknum, þar sem byrðinni er nánast alfarið velt yfir á sveitarfélög. Jafnframt harmar bæjarstjórn sveitarfélagsins að börn með fjölþættan vanda líði fyrir úrræðaleysi og fái ekki viðeigandi þjónustuúrræði.