Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Búsetumál fatlaðra á Suðurnesjum: Brýn þörf til staðar
Miðvikudagur 21. mars 2007 kl. 10:05

Búsetumál fatlaðra á Suðurnesjum: Brýn þörf til staðar

Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, afhenti í gær Magnúsi Stefánssyni, félagsmálaráðherra, hugmyndir Sandgerðinga um byggingu húsnæðis fyrir sambýli og þjónustuíbúðir fatlaðra. Tillögurnar hafa verið unnar í samstarfi við Þroskahjálp á Suðurnesjum en Magnús heimsótti Þroskahjálp í gær ásamt Guðna Ágústssyni, landbúnaðarráðherra. Áttu þeir fund með fulltrúum Þroskahjálpar þar sem farið var yfir starfssemi félagsins og búsetumál fatlaðra á Suðurnesjum.

„Búsetumálin brenna á okkur núna og brýn þörf er til staðar. Við teljum okkur hafa setið svolítið á hakanum. Heiðarendi er síðasta þjónustuúrræðið sem byggt var á svæðinu og síðan þá hefur myndast nokkuð stór hópur sem á næstu árum þarf að komast í búsetu. Nú þegar er um tugur einstaklinga í bráðri þörf fyrir úrlausn,“ sagði Halldór Leví Björnsson, formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum  í samtali við VF.


Mynd:
Sigurður Valur Ásbjarnarson afhenti félagsmálaraðherra tillögur að byggingu húsnæðis fyrir sambýli og þjónustuíbúðir fatlaðra. Helga Sigrún Harðardóttir, frambjóðandi Framsóknar í Suðurkjördæmi, var með í för ásamt Guðna Ágústssyni, landbúnaðarráðherra.

VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024