Mánudagur 31. ágúst 2020 kl. 10:03
Bus4U ekur skólabörnum
Nýverið skrifuðu bæjarstjóri Reykjanesbæjar Kjartan Már Kjartansson og Sævar Baldursson frá Bus4U undir samning vegna skólaaksturs fyrir börn í Stapaskóla og Háleitisskóla.
Samningurinn tekur til skólaaksturs grunnskólabarna í tónmennta-, íþrótta- og sundiðkun, segir á vef Reykjanesbæjar.