Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Burt með kreditkortin og yfirdráttinn en ekki gleyma gleðinni
Miðvikudagur 21. október 2009 kl. 14:08

Burt með kreditkortin og yfirdráttinn en ekki gleyma gleðinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Rekstur heimilis er eins og rekstur fyrirtækis og það þarf að huga að honum á sama hátt,“ sagði Lára Ómarsdóttir, fjölmiðlakona sem hélt erindi í Kirkjulundi í gær um það hvernig það væri hægt hægt að lifa af litlu án þess að tapa gleðinni.


„Hagsýni og hamingja“ var yfirskrift erindisins en það er jafnframt nafn bókar sem hún gaf út fyrr á þessu ári. ?Lára þurfti fyrir nokkrum árum að takast á við efnahagslegt hrun heimilisins, ásamt eiginmanni sínum og fimm börnum og var erindið byggt á reynslu hennar. Lára sagði frá því hvernig hún og fjölskylda hennar þurftu að endurskoða fjárhaginn og spara þúsundir króna í hverjum mánuði en mun fremur hvernig hægt er að endurskoða hug sinn og líta framtíðina bjartari augum þrátt fyrir erfiðleikana.


Lára sagði að þau hafi orðið gjaldþrota árið 2000 þegar maður hennar missti vinnuna og þá hafi hún lært margt á erfiðum tímum og það hefði komið þeim að góðu nú þegar kreppan skall á og þau misstu bæði vinnuna. Hún sagði það mikilvægast að hlúa að fjölskyldunni með því að rifja upp skemmtilega hluti og stundir. Án samheldni væri ekki hægt að komast í gegnum svona erfiðleika sem fylgja fjárhagslegu hruni í fjölskyldunni. Hún sagði að það væri mjög mikilvægt að þakka fyrir það jákvæða á tímum erfiðleika, jafnvel smárra hluta og þátta sem við teljum svo oft sjálfsagða. Án jákvæðni væri þetta ekki hægt.


Lára sagði það gríðarleg viðbrigði að fara úr því að vera með fín laun, vísa kortið og yfirdráttinn á fleygiferð og þurfa ekkert að hugsa um hvernig innkaup heimilins væru. Nú væri hún hætt með bæði. Eftir áfallið hafi þau skilað greiðslukortum og gera núna ekki neitt nema með peningana í höndunum. „Í dag hef ég farið niður í 68 þús. kr. á mánuði í matarkostnað fyrir mína sex manna fjölskyldu en 80 þús. er algengt. Eftir að ég lærði að spara í mat hef ég haldið mig við það þó svo fjárhagsleg staða mín hafi lagast. Það er smá vinna að spara í matarinnkaupum en hún skilar sér,“ sagði Lára og benti á að tilboðsvörur í matvörubúðum væru til dæmis ekki alltaf á lægra verði. Hún ætti mörg dæmi um slíkt. Lára sagðist vera með reiknivélina uppi við þegar hún keypti inn og færi alltaf með innkaupalista. Hver dagur og vika væru skipulögð og ákveðin hvað væri væri í matinn. Þá nefndi hún margar aðgerðir hennar í sparnaði. Hún sagðist titl dæmis alltaf vera búin að kaupa allar jólagjafir mjög snemma, þær síðustu í byrjun desember því allar vörur hækki skipulega eftir miðjan nóvember. Hún hefði sjálf unnið hjá fyrirtæki á ritfangamarkaði sem hækkaði skipulega allar vörur nokkrum sinnum fyrir jól og þær væru dýrastar síðustu dagana fyrir hátíðina.



VF-mynd-pket: Lára Ómarsdóttir í Kirkjulundi í gær.



VF-mynd-pket: Lára Ómarsdóttir í Kirkjulundi í gær.