Bundu niður þak á íbúðarhúsi
Björgunarsveitarmenn í Ægi í Garði bundu niður þak á litlu íbúðarhúsi við Gerðaveg í Garði í kvöld. Svo virtist sem þakið væri að fara af húsinu í heilu lagi og var böndum komið á þakið og það bundið niður. Mikið rok er í Garðinum og hafa björgunarsveitarmenn verið með fjölmennt lið að störfum í allt kvöld.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson