Búnaður fyrir milljónir skemmdist
Tjón á Arney KE skiptir milljónum króna eftir að skipið strandaði við Sandgerði í nótt. Skipið hefur verið tekið í slipp í Njarðvík og þar er unnið að viðgerðum.Dagur Sigurðsson hjá útgerð skipsins sagði í samtali við VF á Netinu nú undir kvöld að tjónið skipti milljónum. Allur búnaður í botnstykkjum skipsins sé ónýtur. T.a.m. er astikið ónýtt. Það er hlutur á stærð við hefðbundinn tölvuskjá og kostar 5 milljónir króna. Einnig eru ýmis önnur tæki og skynjarar í botnstykkjum sem skemmdust. Stefnt er að því að koma skipinu aftur til veiða á miðvikudag ef allir varahlutir fást.