Búmenn með miklar framkvæmdir á Suðurnesjum
Búmenn eru afkastamiklir byggingaverktakar en þeir eru nú að byggja átta íbúðir í Sandgerði og fjórar í Garði en eftirspurn eftir húsnæði á þessum stöðum er nú mikil. Félagið hefur einnig í hyggju að reisa tugi íbúða í Grindavík, Vogum og Reykjanesbæ en Búmenn halda kynningarfund í Reykjanesbæ þriðjudaginn 6. mars kl. 20 í húsi VSFK, Hafnargötu 80. Á fundinum geta nýjir félagar skráð sig í félagið.
Í Sandgerði miðar vel að byggingu átta íbúða, sem eiga að afhendast 1. september nk. Þetta er viðbygging sem bætist við íbúðakjarna sem Sandgerðisbær lét byggja fyrir nokkrum árum og annast rekstur á. Sex af þessum íbúðum eru 2ja herbergja og tvær 3ja herbergja.
Í framtíðinni er markmiðið að Búmenn yfirtaki eignarhald og rekstur á öllum íbúðum fyrir eldri borgara, sem eru við Suðurgötu í Sandgerði. Húsagerðin í Reykjanesbæ annast framkvæmdir og Sandgerðisbær umsýslu á staðnum.
Í Gerðahreppi er verið að byggja fjórar íbúðir sem eiga einnig að vera tilbúnar 1. september nk. Um er að ræða parhús og áformað er að hefja byggingu sex íbúða til viðbótar í sumar. Mikill áhugi er á búmannaíbúðum í Garðinum og þessar íbúðir fullnægja vart eftirspurn. Bragi Guðmundsson, byggingaverktaki í Garðinum, annast framkvæmdir og forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa stutt málefnið. Þrjár af íbúðunum eru 90 fm. og ein um 105 fm. Bílskúrar fylgja íbúðunum.
Markmið Búmanna er að byggja og reka íbúðir með búseturétti sem félagsmenn 50 ára og eldri kaupa sér.
Reisa þrjátíu nýjar íbúðir
Á næstu vikum verður ráðist í kynningu á væntanlegu íbúðahverfi Búmanna í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar hefur Guðmundur Jónsson arkitekt sem starfar í Noregi, gert mjög spennandi skipulag að 30 húsa byggð og hannað hús með nýjum áherslum og smekklegu útliti.
Markmiðið með kynningunni er að fá áhugasama til að skrá sig sem væntanlega kaupendur og verða birtar auglýsingar í Morgunblaðinu mjög fljótlega undir fyrirsögninni „Sól slær silfri á Voga“.
Ef áhugi reynist nægur og lánsheimildir fást, mun verða stefnt að byggingu þessara íbúða í einum áfanga með afhendingu á árinu 2002 að markmiði.
20 íbúðir í Grindavík
Í samstarfi við byggingafyrirtæki Grindina í Grindavík hefur félagið Búmenn tryggt sér lóðir fyrir 20 íbúðir í parhúsum og raðhúsum en mikill áhugi er á Búmannaíbúðum í Grindavík og hefur fjöldi manns skráð sig í félagið. Ef allt gengur að óskum munu framkvæmdir hefjast nú í sumar með afhendingu og stefnt er að afhendingu á árunum 2002 og 2003.
Í Sandgerði miðar vel að byggingu átta íbúða, sem eiga að afhendast 1. september nk. Þetta er viðbygging sem bætist við íbúðakjarna sem Sandgerðisbær lét byggja fyrir nokkrum árum og annast rekstur á. Sex af þessum íbúðum eru 2ja herbergja og tvær 3ja herbergja.
Í framtíðinni er markmiðið að Búmenn yfirtaki eignarhald og rekstur á öllum íbúðum fyrir eldri borgara, sem eru við Suðurgötu í Sandgerði. Húsagerðin í Reykjanesbæ annast framkvæmdir og Sandgerðisbær umsýslu á staðnum.
Í Gerðahreppi er verið að byggja fjórar íbúðir sem eiga einnig að vera tilbúnar 1. september nk. Um er að ræða parhús og áformað er að hefja byggingu sex íbúða til viðbótar í sumar. Mikill áhugi er á búmannaíbúðum í Garðinum og þessar íbúðir fullnægja vart eftirspurn. Bragi Guðmundsson, byggingaverktaki í Garðinum, annast framkvæmdir og forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa stutt málefnið. Þrjár af íbúðunum eru 90 fm. og ein um 105 fm. Bílskúrar fylgja íbúðunum.
Markmið Búmanna er að byggja og reka íbúðir með búseturétti sem félagsmenn 50 ára og eldri kaupa sér.
Reisa þrjátíu nýjar íbúðir
Á næstu vikum verður ráðist í kynningu á væntanlegu íbúðahverfi Búmanna í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar hefur Guðmundur Jónsson arkitekt sem starfar í Noregi, gert mjög spennandi skipulag að 30 húsa byggð og hannað hús með nýjum áherslum og smekklegu útliti.
Markmiðið með kynningunni er að fá áhugasama til að skrá sig sem væntanlega kaupendur og verða birtar auglýsingar í Morgunblaðinu mjög fljótlega undir fyrirsögninni „Sól slær silfri á Voga“.
Ef áhugi reynist nægur og lánsheimildir fást, mun verða stefnt að byggingu þessara íbúða í einum áfanga með afhendingu á árinu 2002 að markmiði.
20 íbúðir í Grindavík
Í samstarfi við byggingafyrirtæki Grindina í Grindavík hefur félagið Búmenn tryggt sér lóðir fyrir 20 íbúðir í parhúsum og raðhúsum en mikill áhugi er á Búmannaíbúðum í Grindavík og hefur fjöldi manns skráð sig í félagið. Ef allt gengur að óskum munu framkvæmdir hefjast nú í sumar með afhendingu og stefnt er að afhendingu á árunum 2002 og 2003.