Búmenn byggi þjónustukjarna í Garði
Fulltrúar Búmanna og Sveitarfélagsins Garðs ræddust við í síðustu viku um uppbyggingu þjónustukjarna og íbúða fyrir aldraða í Garði.
Stefnt er að því að þessi kjarni verði byggður í nágrenni hjúkrunarheimilisins Garðvangs.
Í Garði eru áhugi fyrir því að tengja frekar saman þá uppbyggingu sem er fyrirhuguð á svæðinu við Garðvang og núverandi byggð búmanna norðan við íþróttasvæðið í Garði.
Bæjarráð samþykkti að halda áfram viðræðum við Búmenn um málið.
Mynd: Séð yfir Búmannabyggðina í Garði. Garðvangur fjær og nýlegar íbúðir aldraðra þar.
Stefnt er að því að þessi kjarni verði byggður í nágrenni hjúkrunarheimilisins Garðvangs.
Í Garði eru áhugi fyrir því að tengja frekar saman þá uppbyggingu sem er fyrirhuguð á svæðinu við Garðvang og núverandi byggð búmanna norðan við íþróttasvæðið í Garði.
Bæjarráð samþykkti að halda áfram viðræðum við Búmenn um málið.
Mynd: Séð yfir Búmannabyggðina í Garði. Garðvangur fjær og nýlegar íbúðir aldraðra þar.