Búmenn afhenda íbúðir fyrir aldraða í Grindavík
Um þessar mundir eru Búmenn að afhenda 10 Íbúðir í parhúsum við Víðigerði í Grindavík. Um er Að ræða 2ja herb.íbúðir ásamt bílskúr samtals um 109 fm.að stærð.Íbúðirnar verða um 73 fm. Hægt er að velja garðskála að auki. Félag eldri borgara í Grindavík og Grindavíkurbær hafa unnið með Búmönnum að verkefninu. Þar sem væntanlegir íbúar munu geta nýtt sér þjónustu Víðihlíðar munu þeir njóta forgangs við úthlutun sem eru eldri en sextugir.
Fljótlega verður næsti áfangi auglýstur en þar er einnig um að ræða 10 íbúðir.
Þeim sem hafa áhuga á að skoða eina íbúð og fá nánari upplýsingar er velkomið að koma í Víðigerði 6, þriðjudaginn 19. september milli kl. 16 og 19.
Hægt er að fá upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 552 5644 milli kl.9-15 eða á www.bumenn.is
Fljótlega verður næsti áfangi auglýstur en þar er einnig um að ræða 10 íbúðir.
Þeim sem hafa áhuga á að skoða eina íbúð og fá nánari upplýsingar er velkomið að koma í Víðigerði 6, þriðjudaginn 19. september milli kl. 16 og 19.
Hægt er að fá upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 552 5644 milli kl.9-15 eða á www.bumenn.is