Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búkolla valt út í sjó
Þriðjudagur 6. janúar 2004 kl. 12:56

Búkolla valt út í sjó

Engin slys urðu á mönnum þegar svokölluð búkolla valt út í sjó við nýjan varnargarð sem unnið er við á Fitjum í Njarðvík. Stjórnhús búkollunnar stóð upprétt en pallurinn valt á hliðina og á kaf í sjó. Búkollan er í eigu Íslenskra aðalverktaka en fyrirtækið vinnur við sjóvörn í Reykjanesbæ. Unnið var að losun á jarðefnum þegar slysið átti sér stað.
Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar til að koma búkollunni á þurrt. Bæði var notast við stóra beltagröfu og einnig aðra búkollu og öfluga keðju. Búkollan sem fór út í sjó fór upp á sjóvarnargarðinn fyrir eigin vélarafli en með aðstoð hinnar búkollunnar og beltagröfunnar. Litlar skemmdir virðast hafa orðið á búkollunni en án efa hefur mönnum verið brugðið þegar þetta stóra tæki valt út í sjó.

Myndin: Frá björgun búkollunnar í hádeginu. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024