Búist við stormi suðvestantil á morgun
Klukkan 06:00 í morgun var suðlæg átt, mest 12 m/s allra vestast og farið að þykkna upp þar, skúrir allra syðst en léttskýjað víðast annars staðar. Kaldast 12 stiga frost á Brú á Jökuldal, en hlýjast 6 stiga hiti í Grindavík.
200 km S af Hvarfi er víðáttumikil 974 mb lægð sem þokast NA, en milli Íslands og Færeyja er 1023 mb hæð sem þokast A.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Viðvörun: Búist er stormi suðvestantil á morgun.
Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 10-15 m/s og rigning vestanlands um miðjan morgun en annars hægari og þurrt. Rigning sunnan- og vestanlands í kvöld og áfram á morgun. Suðaustan 15-23 suðvestantil í fyrramálið en 8-13 norðaustantil. Hlýnandi veður og hiti víða 2 til 8 stig síðdegis, svalast norðaustantil.
200 km S af Hvarfi er víðáttumikil 974 mb lægð sem þokast NA, en milli Íslands og Færeyja er 1023 mb hæð sem þokast A.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Viðvörun: Búist er stormi suðvestantil á morgun.
Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 10-15 m/s og rigning vestanlands um miðjan morgun en annars hægari og þurrt. Rigning sunnan- og vestanlands í kvöld og áfram á morgun. Suðaustan 15-23 suðvestantil í fyrramálið en 8-13 norðaustantil. Hlýnandi veður og hiti víða 2 til 8 stig síðdegis, svalast norðaustantil.