Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búist við stormi suðvestantil
Föstudagur 8. desember 2006 kl. 08:09

Búist við stormi suðvestantil

Snemma í morgun var norðanátt, víða 5-13 og dálítil él á N- og A-landi, en léttskýjað S-lands. Hiti var frá 5 stigum við Ingólfshöfða niður í 5 stiga frost á Kálfhóli.

 

Yfirlit
Skammt norðaustur af Skotlandi er víðáttumikil 962 mb lægð sem þokast norðaustur og grynnist smám saman.

 

Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: búist er við stormi suðvestantil síðdegis á morgun. Spá: Norðlæg átt, víða 5-13 m/s. Dálítil snjókoma eða él fyrir norðan, slydda eða rigning A-lands en bjartviðri sunnantil. Kólnar heldur, frost 0 til 5 stig í dag, en frostlaust A-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt á morgun, stormur og slydda eða rigning S- og SV-lands síðdegis en hægari og úrkomulítið annars staðar.

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024