Búist við stormi í kvöld og nótt
Búist er við stormi sunnan- og vestantil á landinu í kvöld og í nótt. Töluvert hvasst verður og er fólk hvatt til að fergja lausa hluti sem eru utan við hús og híbýli. Gert er ráð fyrir vaxandi austlægri átt, víða 15-23 m/s og talsverð rigning eða súld í kvöld, en hægari og þurrt norðanlands fram á nótt. Búast má við allt að 30 m/s til fjalla í nótt. Snýst í suðlæga átt, 8-13 með skúrum í fyrramálið, fyrst sunnantil á landinu. Hlýnandi veður, hiti víða 8 til 13 stig í kvöld og á morgun, en 3 til 9 stig á hálendinu.