Búist við stormi í dag
Á vef Veðurstofu Íslands er viðvörun því búist er við stormi á landinu í dag. Á morgun, þriðjudag snýst í Suðvestanstorm með éljagangi og kólnandi veðri.
Ganga mun í Suðaustan 15 til 23 m/s með slyddu eða rigningu Sunnan og Vestanlands, hvassast við sjávarsíðuna. Hlýnandi veður ásamt rigningu ofan á svellbunka veldur hálku og því eru vegfarendur beðnir um að fara varlega.
Veðurhorfur næstu daga eru eftirfarandi:
Á miðvikudag:
Suðlæg átt, 8-15 m/s og víða él en úrkomulítið NA-til. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum.
Á fimmtudag:
Hæg breytileg átt, víða léttskýjað og talsvert frost. Vaxandi suðaustanátt og snjókoma SV-til seint um kvöldið, og dregur úr frosti.
Á föstudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s og slydda eða snjókoma, en él norðantil. Frost víða 0 til 6 stig en hiti um frostmark syðst.
Á laugardag og sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt og él í flestum landshlutum. Kalt í veðri.