Búist við stormi í dag
Klukkan 6 var norðaustlæg átt, víða 15-20 m/s á annesjum, en annars hægari. Skýjað var á landinu og stöku él, en slydda eða snjókoma suðaustan til. Hlýjast var 5 stiga hiti í Skaftafelli, en kaldast 3ja stiga frost á Haugi í Miðfirði.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) víða um land í dag.
Norðaustlæg átt, víða 18-23 m/s í dag og snjókoma með köflum á norðanverðu landinu, slydda eða rigning austanlands, en úrkomulítið suðvestantil. Snjókoma norðantil í kvöld og nótt, áfram slydda eða rigning austanlands. Norðaustan 13-20 og snjókoma um norðan- og austanvert landið á morgun. Hægari norðlæg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið sunnan- og suðvestantil. Hiti kringum frostmark við ströndina, en vægt frost inn til landsins.