Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búist við stormi annað kvöld
Föstudagur 20. júlí 2012 kl. 10:11

Búist við stormi annað kvöld

Breytileg átt, 3-5 m/s við Faxaflóa. Skýjað að mestu og stöku skúrir en súld með ströndinni. Vaxandi suðaustanátt á morgun, 10-18 og rigning seinnipartinn. Hiti 12 til 18 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg vestlæg og síðar breytileg átt. Skýjað en úrkomulítið. Vaxandi SA-átt á morgun með rigningu, 10-15 m/s síðdegis, en 15-20 annað kvöld. Hiti 11 til 16 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Sunnan og suðaustan 8-15 m/s en norðaustan 8-15 um landið norðvestanvert. Rigning um allt land, einkum S-til. Hægari og úrkomuminna N-til síðdegis. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast nyrðra.

Á mánudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s, en sums staðar hvassari NV-til. Rigning um landið norðanvert en dregur úrkomu S-til. Hiti 8 til 18 stig, svalast NV-til, en hlýjast S-lands.

Á þriðjudag:
Norðan- og norðvestanátt, 8-15 m/s, hvassast við A-ströndina. Lægir NV-lands síðdegis. Skýjað með köflum, en dregur úr vætu N-til á landinu. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Sunnan og suðvestanátt, 5-10 m/s með dálítilli rigningu S- og V-til en bjartviðri annars staðar. Hlýnar í veðri.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir vestlæg átt með smávætu N- og V-til, en bjart með köflum SA- og A-lands. Hlýtt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024