Búist við stormi á Suðvesturmiðum
Í morgun var norðaustan hvassviðri um landið norðvestanvert og úti við norður- og austurströndina. Annars mun hægari vindur. Víða él, en léttskýjað á Suður- og Suðausturlandi. Frost 2 til 6 stig.
Viðvörun !
Búist er við stormi á Suðvesturmiðum, Breiðafjarðarmiðum, Vestfjarðamiðum og Norðvesturmiðum. Vesturdjúpi, Grænlandssundi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi.
Yfirlit
Um 700 km suður og austur af landinu er 999 mb lægðasvæði sem þokast austur. Langt S í hafi er víðáttumikil 978 mb lægð sem þokast norður. Yfir N-Grænlandi er 1045 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustan hvassviðri um landið norðvestanvert og á annesjum norðan- og austantil, en annars hægari vindur. Víða él, en yfirleitt léttskýjað sunnanlands. Norðaustan 10-15 m/s síðdegis, en 5-10 um landið norðaustanvert. Dálítil él, en áfram yfirleitt bjart sunnantil. Frost 2 til 8 stig víðast hvar.