Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búist við sömu „hitabylgjunni“ á morgun
Mánudagur 21. júní 2004 kl. 20:46

Búist við sömu „hitabylgjunni“ á morgun

Í dag hefur geysað sannkallað skrifstofufárviðri á Suðurnesjum með um og yfir 20 stiga hita. Vitað er um sérverslanir sem lokuðu í dag vegna veðurs. Við bensínstöð Orkunnar á Firjum, sem keppist við að sýna sem lægstar tölur á skilti við Reykjanesbrautina, var hins vegar hæsta hitatala dagsins, 21 gráða. Myndin er tekin um kl. 18 í kvöld.

Í kvöld kl. 18 var norðlæg eða breytileg átt, víða 5-10 m/s og bjartviðri. Hiti var 5 til 7 stig við austurströndina, en 10 til 21 annars staðar, hlýjast á Kjalarnesi.
Yfirlit: Austur við Noreg er minnkandi 1002 mb lægð, en 1028 mb hæð er yfir Grænlandi.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Norðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s og bjartviðri, en skýjað norðan- og austanlands á morgun. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast suðvestan- og vestanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri. Hiti 12 til 20 stig að deginum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024