Búist við slyddu eða snjókomu
Á Garðskagavita voru NA 12 og hiti við frostmark klukkan 9.
Klukkan 6 var norðaustlæg átt, 5-14 m/s, hvassast á annesjum. Víða él á Vestfjörðum, Norðurlandi og í Vestmannaeyjum, en annars skýjað með köflum eða léttskýjað. Frost var á landinu, kaldast 9 stiga frost á Reykjum í Fnjóskadal, nema eins stigs hiti var á Vatnsskarðshólum og í Vestmannaeyjum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-10 m/s og skýjað með köflum. Austan og norðaustan 8-13 eftir hádegi á morgun og snjókoma eða slydda. Vægt frost en hlýnar heldur á morgun.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Gengur í norðvestan 10-15 með snjókomu norðanlands undir hádegi, en norðaustan og austan 5-10 og skýjað með köflum sunnanlands en él allra syðst. Norðaustan 8-13 í kvöld og él norðanlands. Austan og norðaustanátt á morgun, 10-18 og slydda eða snjókoma sunnanlands en hægari og stöku él norðanlands. Frost 0 til 7 stig en hlánar með suðurströndinni.