Fimmtudagur 15. nóvember 2012 kl. 06:03
Búist við óvenjumiklu stórstreymi
Landhelgisgæsla Íslands vekur athygli á að samfara slæmri veðurspá og um 972 mb loftþrýstingi verður óvenju mikil sjávarhæð næstu daga. Eru umráðamenn skipa, báta og hafna beðnir um að hafa varann á. Á þetta sérstaklega við um hafnir SV-lands.
Flóðspá fyrir Reykjavík er í töflunni hér til hliðar.