Búist við fjölmenni við fyrstu skóflustungu
Á morgun, laugardaginn 11. janúar, verður fyrsta skóflustungan tekin að tvöföldun Reykjanesbrautar en þá eru einmitt tvö ár frá borgarafundinum í Stapa þar sem þúsund manns komu saman til að styðja framkvæmdina. Steinþór Jónsson, formaður áhugahópsins, hefur barist öturlega ásamt félögum sínum og er þetta því mikill fagnaðardagur enda markar fyrsta skólfustunga að Reykjanesbraut formlegt upphaf framkvæmda. Steinþór sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri áhugahópurinn auk verktaka verksins, Jarðvéla, Háfells og Eyktar sem boðaði til móttöku vegna skóflustungunar en á síðustu vikum hefur hópurinn unnið markvisst að undirbúningi þessa hátíðardags og mótun dagskrár. "Að baki dagskránni liggur töluverður undirbúningur og höfum við þar mætt miklum skilningi bæði frá Samgönguráðuneyti og Vegagerð auk Lögreglunar í Keflavík sem sjá mun um umferðaröryggi á Reykjanesbraut á meðan dagskrá stendur en búist er við töluverðum fjölda á brautinni í tilefni dagsins", sagði Steinþór.
Dagskráin hefst kl. 13.30 við minnisvörðuna í Kúagerði þar sem forsvarsmenn áhugahópsins ásamt aðstandendum munu leggja blómsveig til minningar um þá sem látið hafa lífið á Reykjanesbrautinni. "Okkur til aðstoðar verður Sr. Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur í Keflavíkurkirkju ásamt kór Keflavíkurkirkju og eru allir velkomnir við þessa athöfn".
Klukkan 14.00 verður fyrsta skóflustungan tekin sunnan Kúagerðis enn þar hafa verktakar þegar komið sér upp vinnubúðum vegna framkvæmdanna. Aðspurður hvort ekki eigi eftir að myndast umferðarteppa segir Steinþór svo ekki vera enda eru næg bílastæði á svæðinu. "Við hjá áhugahópnum búumst við töluverðum fjölda fólks á staðnum enda mikil eftirvænting verið eftir þessum degi. Eftir stutta athöfn munu síðan bílalest hátíðargesta taka smá forskot á sæluna í tilefni dagsins og keyra nokkra kílómetra í átt að Reykjanesbæ á báðum akgreinum Reykjanesbrautar þar sem verktakar og áhugahópurinn ætla að hittast kl. 15.00 í Félagsheimilinu Stapa og fagna þessum tímamótum saman en boðið verður uppá kaffi og kökur. Þar eru allir hjartanlega velkomnir til að gleðast með okkur á góðri stund. Þar verða stutt ávörp þar sem meðal annars verður gert grein fyrir framtíð skóflunar góðu sem þann dag lýkur hlutverki sínu, réttum tveimur árum eftir borgarafundinn í Stapa 11. janúar 2001".
Steinþór sagði enn fremur að þó svo að dagurinn í dag væri vissulega stóri dagurinn í framkvæmdinni allri myndu þeir hjá áhugahópnum horfa fram á veginn. "Við munum ekki leggja árar í bát fyrr en að lokaáfanga verksins er náð. Hópurinn tók þá ákvörðun í upphafi að þrýsta á þetta mikilvæga mál á jákvæðan og uppbyggjandi hátt og erum við í dag ánægðir með árangurinn. Nú þegar hefur hópurinn bent á nauðsyn þess að vegakafli í fyrsta áfanga verði lengdur töluvert í ljósi aðkomu að efnisnámum en breyting hér á mun að að okkar mati spara tugmilljónir króna. Áfram verður því þrýst á framkvæmdina og öryggismál brautarinnar þar sem slysalaus braut er lokatakmarkið.” sagði Steinþór að lokum.
Dagskráin hefst kl. 13.30 við minnisvörðuna í Kúagerði þar sem forsvarsmenn áhugahópsins ásamt aðstandendum munu leggja blómsveig til minningar um þá sem látið hafa lífið á Reykjanesbrautinni. "Okkur til aðstoðar verður Sr. Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur í Keflavíkurkirkju ásamt kór Keflavíkurkirkju og eru allir velkomnir við þessa athöfn".
Klukkan 14.00 verður fyrsta skóflustungan tekin sunnan Kúagerðis enn þar hafa verktakar þegar komið sér upp vinnubúðum vegna framkvæmdanna. Aðspurður hvort ekki eigi eftir að myndast umferðarteppa segir Steinþór svo ekki vera enda eru næg bílastæði á svæðinu. "Við hjá áhugahópnum búumst við töluverðum fjölda fólks á staðnum enda mikil eftirvænting verið eftir þessum degi. Eftir stutta athöfn munu síðan bílalest hátíðargesta taka smá forskot á sæluna í tilefni dagsins og keyra nokkra kílómetra í átt að Reykjanesbæ á báðum akgreinum Reykjanesbrautar þar sem verktakar og áhugahópurinn ætla að hittast kl. 15.00 í Félagsheimilinu Stapa og fagna þessum tímamótum saman en boðið verður uppá kaffi og kökur. Þar eru allir hjartanlega velkomnir til að gleðast með okkur á góðri stund. Þar verða stutt ávörp þar sem meðal annars verður gert grein fyrir framtíð skóflunar góðu sem þann dag lýkur hlutverki sínu, réttum tveimur árum eftir borgarafundinn í Stapa 11. janúar 2001".
Steinþór sagði enn fremur að þó svo að dagurinn í dag væri vissulega stóri dagurinn í framkvæmdinni allri myndu þeir hjá áhugahópnum horfa fram á veginn. "Við munum ekki leggja árar í bát fyrr en að lokaáfanga verksins er náð. Hópurinn tók þá ákvörðun í upphafi að þrýsta á þetta mikilvæga mál á jákvæðan og uppbyggjandi hátt og erum við í dag ánægðir með árangurinn. Nú þegar hefur hópurinn bent á nauðsyn þess að vegakafli í fyrsta áfanga verði lengdur töluvert í ljósi aðkomu að efnisnámum en breyting hér á mun að að okkar mati spara tugmilljónir króna. Áfram verður því þrýst á framkvæmdina og öryggismál brautarinnar þar sem slysalaus braut er lokatakmarkið.” sagði Steinþór að lokum.