Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búist við áframhaldandi virkni í Krýsuvík
Sunnudagur 27. febrúar 2011 kl. 13:54

Búist við áframhaldandi virkni í Krýsuvík


Jarðeðlisfræðingar á Veðurstofu Íslands búast við að jarðskjálftavirknin á Reykjanesi haldi áfram næstu daga, í kjölfar þess að skjálfti uppá fjóra á Richter mældist þar um klukkan níu í morgun við Krýsuvík.


Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur, segir í samtali við Ríkisútvarpið, að þegar svona stór skjálfti kemur megi reikna með eftirsjálftavirkni næsta sólarhringinn eða svo. Hún og samstarfsfólk hennar hafa verið að fylgjast með skjálftahrinunni sem staðið hefur síðustu sólarhringa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Virknin á þessu svæði jókst í nótt; hátt í þrjú hundruð skjálftar hafa mælst nálægt Krísuvík síðan um miðnætti. Steinunn segir að þarna hafi einnig verði ákveðin þensla í jarðskorpunni, sem hafi komið fram á GPS mælum. Það séu áhöld um hvort þrýstingsbreytingar í jarðhitakerfum séu að valda þenslunni, eða hvort um tilflutning á kviku sé að ræða. Hins vegar séu engin merki um að eldsumbrot séu í vændum á þessu svæði, enda er algengt að þarna ríði yfir hrinur jarðskjálfta.