Búist við að framkvæmdir í Helguvík hefjist í næsta mánuði
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að taka frávikstilboði Íslenskra aðalverktaka í sprengingar, efnisflutninga og frágangs á lóð fyrirhugaðrar stálpípuverksmiðju í Helguvík. Atvinnu- og hafnarráð hafði á fundi sínum þann 13. febrúar lagt til að tilboði ÍAV yrði tekið. Bæjarstjórn fjallaði um málið á fundi sínum þann 18. febrúar en þar var samþykkt tillaga að vísa málinu til Bæjarráðs sem hefur nú samþykkt tilboðið.
Tilboð Íslenskra Aðalverktaka hljóðar upp á tæpar 322 milljónir króna sem er um 58,7% af kostnaðaráætlun en áætlaður kostnaður við verkið var áætlaður rúmar 548 milljónir króna. Í frávikstilboði ÍAV er gert ráð fyrir að verkið hefjist fyrr en áætlað var í útboði.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun taka málið fyrir á fundi sínum næsta þriðjudag.
Pétur Jóhannsson hafnarstjóri sagði í samtali við Víkurfréttir að hann byggist við að framkvæmdir hefjist í næsta mánuði.
Tilboð Íslenskra Aðalverktaka hljóðar upp á tæpar 322 milljónir króna sem er um 58,7% af kostnaðaráætlun en áætlaður kostnaður við verkið var áætlaður rúmar 548 milljónir króna. Í frávikstilboði ÍAV er gert ráð fyrir að verkið hefjist fyrr en áætlað var í útboði.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun taka málið fyrir á fundi sínum næsta þriðjudag.
Pétur Jóhannsson hafnarstjóri sagði í samtali við Víkurfréttir að hann byggist við að framkvæmdir hefjist í næsta mánuði.