Búist er við stormi
Í morgun kl. 6 voru suðaustan 8-13 m/s norðanaustan til, en annars suðvestan 8-13. Rigning var á norðanverðu landinu, en skúrir syðra. Hiti var 7 til 12 stig. Viðvörun! Búist er við stormi á sunnanverðu landinu í kvöld og nótt.
Suðvestlæg átt, 8-13 m/s og víða skúrir, einkum suðvestanlands, en rigning norðantil fram að hádegi. Vaxandi suðaustan átt sunnanlands síðdegis, austan 20-25 m/s og talsverð rigning í kvöld. Gengur í austlæga átt 15-20 m/s með rigningu norðantil í nótt, en suðaustan 18-23 m/s sunnanlands. Suðlæg átt víða 15-20 m/s á morgun, heldur hægari vindur á Norðurlandi, en allt að 23 m/s suðvestantil. Rigning víðast hvar, en sums staðar talsverð ringing sunnanlands. Snýst í norðaustan 13-18 yfir Vestfjörðum síðdegis á morgun. Hiti 10 til 16 stig.