Búið að þrífa við Háabjalla
Hvatning okkar um að rusl yrði þrifið upp eftir mikinn gleðskap við Háabjalla hefur greinilega skilað sér. Útivistarfólk sem þar var á ferðinni í dag kom að svæðinu hreinu og fínu og aðeins var grillið eftir á svæðinu.
Hvort það voru þeir sem voru ábyrgir fyrir sóðaskapnum eða einhverjir aðrir sem þrifu svæðið er ekki vitað. Sá sem þreif svæðið getur örugglega sótt laun fyrir verkefnið með því að fara með dósir og flöskur í dósamóttökuna hjá Þroskahjálp á Suðurnesjum og fá 12 krónur fyrir stykkið.
Mynd: Svona var umhorfs við Háabjalla áður en þar var þrifið í kjölfar myndbirtinga hér á vf.is