Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búið að steypa upp báðar hæðirnar
Meðfylgjandi myndir voru teknar af framkvæmdum sl. mánudag og eru birtar á vef Grunnskóla Grindavíkur.
Miðvikudagur 23. október 2013 kl. 09:21

Búið að steypa upp báðar hæðirnar

Nú er unnið að viðbyggingu við Grunnskóla Grindavíkur þar sem byggt er yfir starfsemi bókasafns og tónlistarskóla. Framkvæmdirnar ganga vel, að því er segir á vef Grunnskóla Grindavíkur. Búið er að steypa báðar hæðir viðbyggingarinnar, auk þess sem verið er að byggja nýjan inngang fyrir skólann sem tilbúinn verður um áramót. Verktaki er Grindin hf. í Grindavík.

Kjallari er undir nýju viðbyggingunni en þar verða tæknirými og geymslur fyrir grunnskólann, bókasafnið og tónlistarskólann.

Á 1. hæð verður bókasafn. Gert er ráð fyrir að á bókasafninu verði góð vinnuaðstaða fyrir gesti, skrifstofa, gott lestrarherbergi og starfsmannaaðstaða. Á safninu verður verkum Guðbergs Bergssonar gerð góð skil og hægt verður að nálgast öll hans verk á aðgengilegan hátt.

Á 2. hæð verður tónlistarskóli. Gert er ráð fyrir að í tónlistarskólanum verði tvær skrifstofur, vinnuaðstaða fyrir kennara, fjórar kennslustofur, hljóðver, ásamt sal sem hægt er að skipta í tvær einingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024