Búið að semja og hætt við verkfall
Í gærkvöldi var skrifað undir nýjan kjarasamning Isavia við Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Landssamband slökkviðliðsmanna og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu. Samningurinn gildir til þriggja ára en í honum er kveðið á um 2,8 prósenta launahækkuna á þessu ári og fjögurra prósenta hækkun að hámarki á öðru og þriðja ári samningsins, eða rúmlega 14% hækkun yfir samningstímabilið. Nú þurfa félagsmenn FFR að samþykkja samninga en verkfalli hefur verið frestað til 22. maí vegna þessa.
Kristján Jóhannsson, formaður FFR sagði í samtali við Rúv í gær að samningar væri ásættanlegir en þeir eru í línu við launahækkanir sem verkalýðsfélög á almenna markaðnum sömdu um í lok desember.