Búið að opna Reykjanesbraut og Grindavíkurveg
Vegagerðin lét loka Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi í morgun vegna veðurs. Þessir vegir hafa verið opnaðir að nýju.
Björgunarsveitin Suðurnes sá um lokun Reykjanesbrautar á Vogastapa í morgun. Talsvert slabb var á veginum og sterkur vindur og því lítið ferðaveður.
Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta af lokunarpóstinum við mislæg gatnamót á Stapanum. VF-myndir: Hilmar Bragi