Búið að opna Reykjanesbraut á ný
Búið er að opna Reykjanesbraut í báðar áttir og veginn að Vogum á ný en unnið er að opnun á Grindavíkurvegi, þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurnesjum.
Þá tilkynnti lögreglan einnig á Facebook síðu sinni mikilvægar upplýsingar fyrir flugfarþega en þar segir: „Farþegar á leið í flug um Keflavíkurflugvöll í dag eru hvattir til að koma ekki á einkabílum sínum á völlinn. Aðgengi og færi að P3 langtímastæðinu er erfitt vegna skafrennings. Erfiðlega hefur gengið að ryðja stæðið í gær og í dag. Farþegar eru hvattir til að taka rútur út á flugvöll eða fá far þangað. Tilkynnt verður þegar aðgengi að langtímastæðinu verður orðið betra.“