Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búið að opna Keflavíkurflugvöll
Fimmtudagur 7. janúar 2010 kl. 14:02

Búið að opna Keflavíkurflugvöll


Búið er að opna Keflavíkurflugvöll að nýju. Honum var lokað um stund fyrr í dag vegna Falcon 2000 flugvélar sem snerist á brautinni í hálku. Tvö hjól vélarinnar sprungu.
Vegna hálku tók um stundarfjórðung að gera aðra flugbraut nothæfa en tvær aðrar vélar biðu átekta eftir því að geta lent á vellinum.

Engan sakaði við lendingu Falcon vélarinnar, sem mun hafa skemmst eitthvað við óhappið.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


VFmynd/Hilmar Bragi - Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var talsverð hálka á Keflavíkurflugvelli.