Búið að moka allar meginleiðir í Reykjanesbæ
-Ekki séð svona mikinn snjó í mörg ár!
„Mokstur gengur vel og eru allar meginleiðir opnar,“ segir Bjarni Þór Karlsson, forstöðumaður umhverfismiðstöðvar Reykjanesbæjar í samtali við Víkurfréttir.
Töluverð ofankoma var um helgina og í nótt en það snjóaði mikið á Suðurnesjum síðastliðna nótt. Vinnuvélar hafa verið að moka snjó og opna leiðir alla helgina. „Núna erum við í tiltekt, frágang og að vinna í því að greikka leiðir, við vorum með vélar í gangi allan sólahringinn um helgina, þó mis mikið eftir þörfum. Bjarni segir að ef ekkert annað óvænt gerist þá sé stefnt að því að klára mokstur seinnipartinn á miðvikudaginn. „Þetta er óvenju mikið og við höfum ekki séð svona mikinn snjó í mörg ár,“ segir Bjarni.
Það var mikill snjór á götum og við hús í efstu hverfum Reykjanesbæjar. Hér sést inn á Bragavelli.
Mokstur á fullu við Iðavelli í Keflavík.
Snjórinn tekur á sig ýmsar myndir eins og sjá má hér á þessum húsum.