Búið að loka Grindavíkurvegi
Vegagerðin hefur látið loka Grindavíkurvegi. Það er gert vegna fastra bíla á veginum. Eins og við greindum frá áðan komast snjóruningstæki ekki um veginn vegna þess að fastir bílar hamla för um veginn.
Þá hefur verið tilkynnt um snjósöfnun á mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar. Þæfingur og stórhríð er á Reykjanesbraut. Þá er vegurinn um Vatnsleysuströnd orðinn þungfær.