Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búið að lagfæra tengla íbúakosningar
Þriðjudagur 24. nóvember 2015 kl. 13:28

Búið að lagfæra tengla íbúakosningar

- Mannleg mistök ollu töf í morgun

Íbúar Reykjanesbæjar áttu sumir í erfiðleikum með að kjósa í rafrænni íbúakosningu í morgun. Ástæðan er sú að sett var inn röng slóð á bak við tengla af vef Reykjanesbæjar og af vefnum ibuakosning.is. Í um tvo klukkutíma í morgun voru því vandkvæði við að kjósa en nú er það komið í lag. Íbúakosningin fer fram vegna breytingar á deiliskipulagi í Helguvík þar sem til stendur að byggja kísilver. Kosningin hófst í nótt og stendur til klukkan 02:00 föstudaginn 4. desember.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024