SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Búið að færa af neyðarstigi niður á hættustig
Ljósmynd/Vilhelm Gunnarsson
Fimmtudagur 23. nóvember 2023 kl. 13:30

Búið að færa af neyðarstigi niður á hættustig

Nú hefur neyðarstigi Almannavarna vegna jarðhræringa í Grindavík verið fært niður á hættustig. Líkur á fyrirvaralausu eldgosi eru minni en áður var en svigrúm til að bregðast við því eru taldar rýmri en áður.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að íbúum Grindavíkur er heimilt að fara á heimili sín í dag, 23. nóvember, frá klukkan 11:00 til 16:00 til að sækja verðmæti og huga að eignum sínum. Þetta getur breyst án fyrirvara. Aðgerðum er stýrt af lögreglu.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Aðkomuleið fyrir íbúa til verðmætabjörgunar í dag er um Suðurstrandarveg og Nesveg. Grindavíkurvegur er áfram lokaður. Lögreglan biður fólk um að fara varlega þar sem töluverð hálka er á Suðurstrandarvegi og Nesvegi.

Metið verður daglega hvort svigrúm verður til opnunar á ný og þá stefnt að hafa opið frá 9:00 til 16:00

  • Íbúar í Grindavík beðnir um að skrá sig á www.island.is og fá þar heimild til þess að fara inn. Heimildin mun berast fljótt.
  • Þeir íbúar sem nú þegar hafa fengið staðfesta skráningu á beiðni til að fara inn í húseign þurfa ekki að sækja um aftur.
  • Mælst er til þess að fólk komi á eigin bílum, hámark 1 bíl á hvert heimili. Ekki er æskilegt að börn séu tekin með sökum aðstæðna á staðnum.
  • Gámabílar, gámar eða gámaflutningatæki, stórir sendibílar, kassabílar og kerrur eru ekki leyfð í íbúðahverfum vegna hættu á því að þau tefji eða hindri aðra umferð, með tilliti til öryggi fólks á svæðinu.
  • Hvorki er virkt frárennsli né rennandi vatn þannig að ekki hægt að nota salerni í húsum í Grindavík. Stefnt er að koma upp salernum í bænum.
  • Mælt er með að fólk komi með vatn og önnur matföng fyrir daginn því ekki er hægt að nálgast slíkt í bænum.
  • Hafa ber í huga að hús gætu verið ótrygg. Hægt er að hafa samband við viðbragðsaðila á staðnum.
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025