Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Búið að færa af neyðarstigi niður á hættustig
Ljósmynd/Vilhelm Gunnarsson
Fimmtudagur 23. nóvember 2023 kl. 13:30

Búið að færa af neyðarstigi niður á hættustig

Nú hefur neyðarstigi Almannavarna vegna jarðhræringa í Grindavík verið fært niður á hættustig. Líkur á fyrirvaralausu eldgosi eru minni en áður var en svigrúm til að bregðast við því eru taldar rýmri en áður.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að íbúum Grindavíkur er heimilt að fara á heimili sín í dag, 23. nóvember, frá klukkan 11:00 til 16:00 til að sækja verðmæti og huga að eignum sínum. Þetta getur breyst án fyrirvara. Aðgerðum er stýrt af lögreglu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðkomuleið fyrir íbúa til verðmætabjörgunar í dag er um Suðurstrandarveg og Nesveg. Grindavíkurvegur er áfram lokaður. Lögreglan biður fólk um að fara varlega þar sem töluverð hálka er á Suðurstrandarvegi og Nesvegi.

Metið verður daglega hvort svigrúm verður til opnunar á ný og þá stefnt að hafa opið frá 9:00 til 16:00

  • Íbúar í Grindavík beðnir um að skrá sig á www.island.is og fá þar heimild til þess að fara inn. Heimildin mun berast fljótt.
  • Þeir íbúar sem nú þegar hafa fengið staðfesta skráningu á beiðni til að fara inn í húseign þurfa ekki að sækja um aftur.
  • Mælst er til þess að fólk komi á eigin bílum, hámark 1 bíl á hvert heimili. Ekki er æskilegt að börn séu tekin með sökum aðstæðna á staðnum.
  • Gámabílar, gámar eða gámaflutningatæki, stórir sendibílar, kassabílar og kerrur eru ekki leyfð í íbúðahverfum vegna hættu á því að þau tefji eða hindri aðra umferð, með tilliti til öryggi fólks á svæðinu.
  • Hvorki er virkt frárennsli né rennandi vatn þannig að ekki hægt að nota salerni í húsum í Grindavík. Stefnt er að koma upp salernum í bænum.
  • Mælt er með að fólk komi með vatn og önnur matföng fyrir daginn því ekki er hægt að nálgast slíkt í bænum.
  • Hafa ber í huga að hús gætu verið ótrygg. Hægt er að hafa samband við viðbragðsaðila á staðnum.