Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búið að aðstoða yfir 100 bíla í morgun – veður áfram vont
Fimmtudagur 7. febrúar 2008 kl. 11:28

Búið að aðstoða yfir 100 bíla í morgun – veður áfram vont

Á Suðurnesjum er unnið að því að losa bíla á Sandgerðisheiði, Garðvegi, við Vogaafleggjara, á leiðinni til Hafna og víðar. Færð hefur verið afar slæm en er eitthvað að lagast en bílar sitja fastir þvers og kruss innanbæjar, í öllum hliðargötum.

Allt tiltækt lið björgunarsveitanna er nú úti og hafa aðstoðað ökumenn um 100 bíla í morgun. Félagar úr 4x4 klúbbnum á Reykjanesi hafa einnig aðstoðað samborgara sína í morgun, samkvæmt fréttatilkynningu frá Landsbjörgu.

Veðurhorfur: Vestan og síðar suðvestan 15-23 m/s, hvassast við ströndina. Éljagangur og vægt frost. Lægir talsvert í nótt. Vaxandi suðaustanátt á morgun, 23-28 m/s síðdegis. Slydda og síðar rigning og hlýnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024