Búferlaflutningar: Suðurnes taka við forskoti höfuðborgarsvæðisins
Alls voru 668 einstaklingar aðfluttir umfram brottflutta á Suðurnesjum á síðasta ári. Það er umtalsvert minna en árið á undan þegar þeir voru 1,486.
Jákvæður flutningsjöfnuður var á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Segja má að Suðurnes hafi tekið við því forskoti sem höfuðborgarsvæðið hafði áður hvað varðar innanlandsflutninga. Suðurnes varð með 547 aðflutta umfram brottflutta frá öðrum landsvæðum og 121 milli landa. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands um búferlaflutninga á síðasta ári ásamt leiðréttum tölum fyrir árið 2007.
Hér að neðan má sjá töflu yfir aðflutta umfram brottflutta á landsvísu. Á hinni töflunni má sjá stöðuna í sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Þar eru þrjú sveitarfélög af fimm með jákvæðan flutningsjöfnuð, þ.e. fleiri aðflutta umframbrottflutta.