Búddanunna í Reykjanesbæ
Á næstu vikum verður búddanunnan Gen Nyingpo með hugleiðslunámskeið í Reykjanesbæ en hún hefur búið hér á landi undanfarna 8 mánuði: “Búddisminn er stórt viðfangsefni, en á þessum námskeiðum verður sérstaklega farið í hugleyðslu sem tengist daglegu stressi og hugleyðslu sem miðar að aukinni hamingju. Búddisminn snýst um að finna innri frið og hugarró og þessi námskeið eru fyrir alla sem búa við mikið stress og þá sem vilja finna hamingjuna," segir Gen.Námskeiðin eru tvö og það fyrra ber yfirskriftina “Hvaðan koma vandamálin?" og verða námskeiðin haldin dagana 23. september, 30. september og 7. október. Síðara námskeiðið ber yfirskriftina “Átta skref til hamingjunnar" og verða námskeiðin haldin dagana 28. október og 4., 11., 18. og 25 nóvember og eru bæði námskeiðin haldin frá klukkan 20 til 21;30. Námskeiðin eru haldin í Kjarna, Hafnargötu 57 á annari hæð. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 551-5259 og á vefsíðunni www.karuna.is