Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búast við miklu fjölmenni á íbúafund um mengun frá kísilveri
Mánudagur 12. desember 2016 kl. 13:07

Búast við miklu fjölmenni á íbúafund um mengun frá kísilveri

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ búast við miklu fjölmenni á íbúafundinn í Stapa nk. miðvikudag, sem haldinn er vegna ófyrirséðrar mengunar frá kísilveri United Silicon, þar sem umræður um málefnið hafa verið heitar. Fundurinn hefst kl. 20 á miðvikudagskvöld.

Íbúar hafa sent ábendingar og kvartanir til Umhverfisstofnunar og undirskriftarlisti með mótmælum á frekari uppbyggingu kísilvera í Helguvík hefur verið í gangi.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri mun í upphafi fundar flytja stutt ávarp en síðan taka frummælendur við. Boðið verður upp á pallborðsumræður og fyrirspurnir leyfðar úr sal að framsögum loknum.

Fulltrúar eftirtalinna aðila flytja framsögu, í þessari röð:

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar

United Silicon

Orkurannsókna Keilis

Umhverfisstofnunar


Fundarstjóri er Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024