Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni
Þriðjudagur 4. febrúar 2020 kl. 09:23

Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni

Áfram mælast skjálftar í grennd við Grindavík, og einkenndist nóttin af smáskjálftavirkni. Frá miðnætti hafa um 30 skjálftar verið staðsettir á svæðinu, flestir undir 2 að stærð, segir á vef Veðurstofu Íslands.

Frá 21. janúar hafa yfir 1300 skjálftar verið staðsettir á svæðinu, og eru þeir flestir staðsettir í SV/NA stefnu um 2 km NA af Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýjasta GPS úrvinnslan sýnir áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið um 5 cm frá 20. janúar sl.

Gervitunglamyndir sýna sömu þróun. Með landrisi má búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 km dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Líklegast er að virknin ljúki án eldsumbrota.

Næsti fundur vísindaráðs Almannavarna verður haldinn fimmtudaginn 6. febrúar þar sem farið verður yfir stöðuna við Grindavík.